top of page

Skilgreining Josephs Pilates á ímynd hreystinnar, sett fram 1945, lýsir í senn árangrinum af hans eigin lífsstarfi: „maður sem hefur þjálfað líkama sinn til fullkomins samræmis og þroskað heilbrigðan huga og skilar sínum daglegu störfum þess vegna fljótt og vel, af ungæðislegum lífsþrótti og gleði“.

 

Í pilates-æfingakerfinu eru yfir 500 æfingar og fimm mismunandi æfingatæki. Kerfið heldur iðkendum við efnið, er hvetjandi og skemmtilegt og þrauthugsað til að styrkja heilbrigðan líkama og gera hann að einni samræmdri heild. Eftir hvern tíma er fólk afslappað, endurnært og fullt orku. Kerfið hefur einnig reynst vel til endurhæfingar. Pilates býr fólk undir skurðaðgerðir og barnsfæðingu og stuðlar að skjótari bata. Oft dregur úr langvinnum verkjum og magnleysi eða það hverfur með öllu, enda er boðið upp á pilates-æfingar á sjúkrastofnunum, hjá sjúkraþjálfurum og í einkareknum æfingastöðvum um heim allan. 

 

Aðferðir pilates-kerfisins til að stæla og styrkja líkamann hafa rutt sér til rúms í hundruðum æfingastöðva vítt og breitt um heiminn. 

 

Pilates byggist á kerfisbundnum og þaulhugsuðum æfingum.​

 

1. Á fyrsta stigi er byggður upp kjarnastyrkur í kviðvöðvum og vöðvum sem halda við mænuna. Rekja má flesta langvinna bakverki til veikleika og ónógs stöðugleika í þessum „kjarna“ vöðvakerfisins. 

 

2. Á næsta stigi er tekið til við að byggja upp jafnvægi í styrk og teygjanleika vöðva er umlykja liði. Teygt er á stuttum vöðvum og slappir vöðvar styrktir. Þetta stuðlar að virkari liðamótum og vinnur gegn liðverkjum og öðrum vandamálum. Á þessum tveim fyrstu stigum eru skekkjur einnig leiðréttar.

 

3. Þegar jafnvægi og stöðugleika er náð er sífellt erfiðari æfingum smám saman bætt við prógrammið og þannig fer líkamanum stöðugt fram, í átt að meiri styrk, sveigjanleika og samræmi. 

 

bottom of page