top of page

“We retire too early and we die too young, our prime of life should be in the 70’s and old age should not come until we´re almost 100.”

 
Joseph Hubertus Pilates (1880 – 1967)

 

 

Joseph H. Pilates fæddist í nágrenni Dusseldorf í Þýskalandi

árið 1880. Hann var veikburða barn og þjáðist af astma, bein-

kröm og gigtarsótt en helgaði líf sitt því að verða líkamlega 

sterkur. Á æskuárum stundaði Pilates vaxtarrækt, köfun, 

hnefaleika og fimleika og varð afburðafær. Þegar hann var 

fjórtán ára var hann svo vel á sig kominn að hann var fenginn

til að sitja fyrir við gerð korta um vöðva- og beinabyggingu.

 

Árið 1912 fluttist Pilates til Englands þar sem hann vann fyrst fyrir sér sem hnefaleikamaður og listamaður í fjölleikahúsi og þjálfaði enska leynilögreglumenn í sjálfsvörn. Eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út tveimur árum síðar var litið á hann sem óvin og hann var settur í fangabúðir í Lancaster og síðar á eyjunni Mön ásamt öðrum Þjóðverjum. Pilates stundaði hjúkrun í búðunum og þjálfaði aðra fanga í líkamsræktaræfingum sem hann hafði þróað. Hann hlaut mikið lof fyrir þegar enginn fanganna beið lægri hlut í inflúensufaraldri sem mörg þúsund manna dóu úr í Englandi árið 1918.

 

Eftir stríðið hélt Pilates áfram með þjálfunarkerfi sitt í Hamborg í Þýskalandi þar sem hann þróaði aðferðir sínar hjá lögregluliði borgarinnar. Árið 1926 þegar hann var bepinn um að þjálfa þýska herinn ákvað hann að flytja úr landi og fluttist til Bandaríkjanna. Um borð í skipinu til Ameríku kynntist hann Klöru sem síðar varð eiginkona hans. Þegar á leiðarenda var komið settu þau á fót æfinga stúdíó í New York. Joe og eiginkona hans þjálfuðu sjálf skjólstæðinga sína langt fram á sjöunda áratuginn.

 

Dansarar aðhylltust brátt aðferðir Pilates sem hann kallaði „contrology“ (samræmda vöðvastjórnun). Frægir dansarar, eins og Martha Graham og George Balanchine, urðu einlægir aðdáendur hans og sendu nemendur sína til hans í þjálfun. Síðar meir fóru íþróttamenn og aðrir listamenn að tileinka sér aðferðir hans við þjálfun sína.

 

Pilates iðkaði það sem hann boðaði. Hann varð langlífur og hraustur alla tíð. Hann lést árið 1967 þá 87 ára gamall. Nú á dögum nota dansflokkar, leikhúshópar, nemendur í fjöllistaskólum og háskólum, atvinnuíþróttalið, heilsuræktarstöðvar og aðrir áhugamenn um líkamsrækt um víða veröld aðferðir hans og æfingar. Æfingakerfið nýtur sífellt meiri vinsælda meðal almennings.

bottom of page